More selected projects

Reykjavík Print

Karousel ehf.

karousel.is

Sýningarstaður
Karousel  ehf. 
Snorrabraut 38
105 Reykjavík

Opnunarhóf
24.03 | 18:00 - 20:00

Opnunartímar
23.03 | 11:00 - 22:00
24.03 | 11:00 - 20:00
25.03 | 11:00 - 17:00
26.03 | 13:00 - 17:00

Reykjavík Print sýnir níu prentverk eftir fjóra af fremstu listamönnum þjóðarinnar, Huldu Hákon, Steingrím Eyfjörð og ljóð eftir Sindra Freyson í hönnun Maríu Ericsdóttur. Verkin eru prentuð í takmörkuðu upplagi og fást tölusett og árituð.

Reykjavik Print er nýtt og metnaðarfullt fyrirtæki á sviði listrænnar prentlistar. Fyrirtækið sérhæfir sig í að bjóða kröfuhörðum viðskiptavinum bestu fáanlegu prentanir á sérvöldum listaverkum nokkurra af fremstu listarmönnum íslensku þjóðarinnar. Fyrstu verkin eru eftir Huldu Hákon, Steingrím Eyfjörð og ljóð eftir Sindra Freysson í hönnun Maríu Ericsdóttur. Verkin eru valin í nánu samráði við listamenn og sérfræðinga og fást bæði tölusett í fágætu upplagi, verk með ótvírætt söfnunargildi og í litlum vönduðum útgáfum sem ljá heimilinu eða fyrirtækinu svip fallegrar og tímalausrar hönnunar. Við veljum sérstakan gæðapappír af kostgæfni og liggjum yfir litgreiningu og prentun frá upphafi til enda til að tryggja einstaka útgáfu. Ekta, upprunaleg, árituð, í takmörkuðu upplagi – var markmið okkar frá upphafi, í því skyni að búa til „art print“ í miklum gæðum. Varanleg eign með fagurfræðilegt gildi sem verður stöðugt verðmætari með tímanum. Handverkið lofar meistarann og listaverkið lofar listamanninn.

[unex_ce_button id="content_jght3270f" button_text_color="#652c90" button_font="semibold" button_font_size="15px" button_width="auto" button_alignment="center" button_text_spacing="0px" button_bg_color="#ffffff" button_padding="10px 20px 10px 20px" button_border_width="1px" button_border_color="#652c90" button_border_radius="0px" button_text_hover_color="#652c90" button_text_spacing_hover="0px" button_bg_hover_color="#d6cbdf" button_border_hover_color="#652c90" button_link="https://www.facebook.com/events/633378660191244/" button_link_type="url" button_link_target="_blank" has_container="1" in_column=""]Viðburður á Facebook[/ce_button]