More selected projects

Innsýn

Erla Sólveig Óskarsdóttir, Halla Bogadóttir & Alfred Homann 

Sýningarstaður
Kimi
Frakkastíg 14
101 Reykjavík

Opnunartímar
23.03. 11:00 - 22:00 
24.03. 11:00 - 20:00 
25.03. 11:00 - 17:00 
26.03. 13:00 - 17:00

Þátttakendur
Erla Sólveig Óskarsdóttir
Halla Bogadóttir
Alfred Homann

Á sýningunni Innsýn verður skyggnst inn í hugarheim þriggja ólíkra hönnuða. Ný og eldri húsgögn Erlu Sólveigar Óskarsdóttur, skartgripa gullsmiðsins Höllu Bogadóttur og ljósahönnunar Alfred Homann. Innblástur sýningarinnar er Konunglega danska gifs-steypusafnið í Kaupmannahöfn þar sem samspil ljóss og skugga á hvítum veggjum og listmunum skapa margbrotna upplifun.

Á nýrri vinnustofu iðnhönnuðarins Erlu Sólveigar Óskarsdóttur verða til sýnis ný og eldri húsgögn hennar, auk skartgripa gullsmiðsins Höllu Bogadóttur og ljósahönnunar danska arkitektsins Alfred Homann. Innblástur sýningarinnar er fenginn frá konunglega danska gifsafsteypusafninu í Kaupmannahöfn þar sem samspil ljóss og skugga á hvítum veggjum og listmunum stuðla að margbrotinni upplifun. Húsgögnum Erlu er stillt upp eins og höggmyndum, kveikja skartgripa Höllu eru lýsandi steinar í náttúru Íslands og loftljós Alfred Homann er hannað beint inn í hið sérstaka rými vinnustofunnar á Frakkastíg 14.

Erla Sólveig Óskarsdóttir er sjálfstætt starfandi iðnhönnuður. Hún hefur einbeitt sér að húsgagnahönnun og hefur unnið með ýmsum framleiðendum í Evrópu, Suður-Ameríku og Bandaríkjunum.

Halla Bogadóttir er lærður gullsmiður. Hún var um árabil framkvæmdastjóri hönnunarverslunarinnar Kraums og formaður Félags íslenskra gullsmiða.

Alfred Homann er danskur arkitekt og hönnuður. Hann hefur síðustu ár einbeitt sér að iðnhönnun og hefur meðal annars hannað húsgögn fyrir Fritz Hansen og ljós fyrir Louis Poulsen.

[unex_ce_button id="content_jght3270f" button_text_color="#652c90" button_font="semibold" button_font_size="15px" button_width="auto" button_alignment="center" button_text_spacing="0px" button_bg_color="#ffffff" button_padding="10px 20px 10px 20px" button_border_width="1px" button_border_color="#652c90" button_border_radius="0px" button_text_hover_color="#652c90" button_text_spacing_hover="0px" button_bg_hover_color="#d6cbdf" button_border_hover_color="#652c90" button_link="https://www.facebook.com/events/1229694273746893/" button_link_type="url" button_link_target="_blank" has_container="1" in_column=""]Viðburður á Facebook[/ce_button]