More selected projects

Frá Róm til Reykjavíkur

Valentína Tinganelli

tinganelli

Sýningarstaður
N25 design store
Njálsgötu 25
101 Reykjavík

Opnunarhóf
23.03 | 18:00

Opnunartímar
23.03 | 11:00 - 22:00
24.03 | 11:00 - 20:00
25.03 | 11:00 - 17:00
26.03 | 13:00 - 17:00

Til sýnis verður nýjasta vörulína Tinganelli Reykjavík þar sem íslensk saga og ítalskt handverk kemur saman á nýstárlegan hátt. Á sýningunni verða einnig sýndar skissur og gestum gefst kostur á að ræða við hönnuðinn.

Tinganelli Reykjavík er vörumerki Valentínu Tinganelli skó og fylgihlutahönnuðar.
Á sýningunni verða kynntar meðal annara nýjustu vörur úr vörulínu Tinganelli Reykjavík auk útskriftaverkefnis, hönnunar- og verkferlar. 
Útskriftarverkefnið hennar vakti mikla lukku meðal dómara, því hún fór allt aðra leið en samnemendur hennar. Hún tók part af sögu Íslands í hönnunina og setti hana saman við ítalskt handverk og er það einmitt það sem hún hefur haldið áfram að gera með sýnar vörur.
Hún hafði mikið fyrir því að finna frábært handverksfólk með sér í lið á Ítalíu, þar sem stefnan var sett á handunnar vörur. Allar hennar vörur eru handunnar á Ítalíu og á Íslandi. 
Valentína Tinganelli er skó og fylgihlutahönnuður og útskrifaðist úr hönnunarskólanum IED í Róm (Istituto Europeo di Design). Þar útskrifaðist hún með með láði árið 2014. Í skólanum fékk hún að kynnast því hvernig sé að vinna í stóru tískuhúsunum þar sem kennararnir eru ekki beint kennarar heldur fagfólk úr hönnunargeiranum. 
Tæpu ári eftir að hún flutti heim stofnaði hún vörumerkið Tinganelli Reykjavík og þann 7.mai 2015 varð allt að veruleika þegar hún opnaði litla verslun í hjarta Reykjavíkurborgar. Hún byrjaði með fimm vörur og núna er verslunin full af vörum.

[unex_ce_button id="content_jght3270f" button_text_color="#652c90" button_font="semibold" button_font_size="15px" button_width="auto" button_alignment="center" button_text_spacing="0px" button_bg_color="#ffffff" button_padding="10px 20px 10px 20px" button_border_width="1px" button_border_color="#652c90" button_border_radius="0px" button_text_hover_color="#652c90" button_text_spacing_hover="0px" button_bg_hover_color="#d6cbdf" button_border_hover_color="#652c90" button_link="https://www.facebook.com/events/377924442583391/" button_link_type="url" button_link_target="_blank" has_container="1" in_column=""]Viðburður á Facebook[/ce_button]