More selected projects

Design Diplomacy x Bandaríska Sendiráðið

Skráning

Sýningarstaður
United States Embassy
21 Laufásvegur
101 Reykjavík

Viðburðurinn
22.03 | 17:00

Þátttakendur
Sean Vance
Anna María Bogadóttir

Í fyrsta sinn á HönnunarMars gefst gestum hátíðarinnar kostur á að fylgjast með og taka þátt í milliríkjasamskiptum á sviði hönnunar. Viðburðurinn á sér skýra fyrirmynd í Hönnunarviku Helsinki með því að sendiráð bjóða til samræðu um hönnun og hönnunartengd málefni með formerkjum alþjóðlegrar samvinnu.

Viðburðurinn fer þannig fram að hönnuður frá landi gestgjafans ræðir við íslenskan hönnuði með hjálp spurningarspjalda sem ætlað er að stýra umræðunum og hvetja  til óformlegrar samræðu að þeim loknum.

 

Chargé d’Affaires af Bandaríska Sendiráðinu, Jill Esposito, tekur á móti landa sínum Sean Vance frá Bandaríkjunum og Önnu Maríu Bogadóttir . Samræðurnar fara fram með hjálp spurninga-spilastokks.

Léttar veitingar í boði og eftir samræðu hönnuðanna gefst gestum tækifæri til að blanda geði við hönnuðina og aðra gesti.

Takmarkað rými/sætafjöldi er í boði og því verða áhugasamir að skrá sig til þátttöku.

 

Sean Vance er aðstoðarprófessor við arkitektadeild Michigan háskóla. Rannsóknir hans snúa að grunnforsendum arkitektúrs og tengsl arkitektúrs við almennt heilbrigði.

Anna María Bogadóttir er aðjúnkt við hönnunar- og arkitektúrdeild LHÍ. Hún er annar af stofnendum ÚRBANISTAN sem fæst við hönnun, ráðgjöf, rannsóknir og miðlun á sviði manngerðs umhverfis.

[unex_ce_button id="content_jght3270f" button_text_color="#ffffff" button_font="semibold" button_font_size="20px" button_width="content_width" button_alignment="center" button_text_spacing="0px" button_bg_color="#652c90" button_padding="20px 20px 20px 20px" button_border_width="1px" button_border_color="#652c90" button_border_radius="0px" button_text_hover_color="#652c90" button_text_spacing_hover="0px" button_bg_hover_color="#d6cbdf" button_border_hover_color="#652c90" button_link="https://www.eventbrite.com/e/design-diplomacy-x-us-embassy-tickets-32465306606" button_link_type="url" button_link_target="_blank" has_container="1" in_column=""]Skráning[/ce_button]