More selected projects

Cartes Postales

Hera Guðmundsdóttir

Atelierdottir

Sýningarstaður
NORR 11
Hverfisgötu 18a
101 Reykjavík

Opnunarhóf
24.03 | 18:00 - 20:00

Opnunartímar
23.03 | 11:00 - 18:00
24.03 | 11:00 - 18:00
25.03 | 12:00 - 16:00

Hera Guðmundsdóttir, fatahönnuður og teiknari, frumsýnir aðra seríu veggspjalda undir nafninu Atelier Dottir. Sýningin ber nafn seríunnar sjálfrar, Cartes Postales / Postcards en innblástur hennar er sóttur í ferðaljósmyndir; áferðir, litir og tákn ólíkra og misframandi staða mætast innan rammans og minna á póstkort. 
Veggspjöldin eru unnin út frá klippimyndatækni og verða frummyndir þeirra einnig til sýnis, ásamt ljósmyndum sem Hera hefur tekið á ferðalögum síðast liðin ár. „Póstkortin“ koma frá Aþenu, Barcelona, Guadeloupe og Palermo.

Hera Guðmundsdóttir býr og starfar í París sem teiknari undir nafninu Atelier Dottir. Cartes Postales / Postcards er önnur sería veggspjalda og fylgir Bouquet de saison sem Hera sendi frá sér við lok árs 2016.

[unex_ce_button id="content_jght3270f" button_text_color="#652c90" button_font="semibold" button_font_size="15px" button_width="auto" button_alignment="center" button_text_spacing="0px" button_bg_color="#ffffff" button_padding="10px 20px 10px 20px" button_border_width="1px" button_border_color="#652c90" button_border_radius="0px" button_text_hover_color="#652c90" button_text_spacing_hover="0px" button_bg_hover_color="#d6cbdf" button_border_hover_color="#652c90" button_link="https://www.facebook.com/events/1361904953889948/?notif_t=plan_user_invited¬if_id=1489751746080556" button_link_type="url" button_link_target="_blank" has_container="1" in_column=""]Viðburður á Facebook[/ce_button]