More selected projects

Brandson

Brandson

brandson.is

Sýningarstaður
Óðinsbúð — Mjölnishöllinni
Flugvallarvegi 3-3a
101 Reykjavík

Opnunarhóf
24.03 | 14:00

Opið
23.03 | 11:00 - 21:00
24.03 | 11:00 - 20:00
25.03 | 11:00 - 17:00
26.03 | 13:00 - 17:00

Brandson framleiðir hágæða æfingafatnað. Innblásturinn er fenginn úr Norrænni goðafræði, íslenskri fornsögu og menningu. Sýningin er haldin í samstarfi við Óðinsbúð í Mjölnishöll.

Brandson er nýtt vörumerki sem framleiðir íslenskan hágæða æfingafatnað. Innblástur hönnunarinnar er fenginn frá valkyrjum með tilvísun í íslenska sögu og menningu. Ævintýrið hófst með hönnun á æfingabuxunum „Brynhildr“, eftir Brynhildi Buðladóttur valkyrju. Þær eru skreyttar rúnaletri, þjóðlegu mynstri og stríðshnútatákni. Önnur vörulínan heitir „Þrúðr“ sem einnig var norræn valkyrja og nefnd í ýmsum gömlum ritum. „Þrúðr“ merkir styrkur. Kvennfatalínur Brandson munu vera nefndar eftir valkyrjum og eiginleikar, saga eða tákn tengd saman í æfingafatnaðinum. Í mars verður frumsýnd ný týpa af „Brynhildr“ æfingabuxum. Til sýnis verða vörur sem hafa þegar verið frameliddar og fengið góðar undirtektir ásamt nýjasta útlitinu á „Brynhildr“ æfingabuxunum sem beðið er eftir að komi í sölu. Einnig munum við sýna vörur sem verið er að vinna í og væntanlegar vörur. 

[unex_ce_button id="content_3smgh76k6" button_text_color="#652c90" button_font="semibold" button_font_size="15px" button_width="auto" button_alignment="center" button_text_spacing="0px" button_bg_color="#ffffff" button_padding="10px 20px 10px 20px" button_border_width="1px" button_border_color="#652c90" button_border_radius="0px" button_text_hover_color="#652c90" button_text_spacing_hover="0px" button_bg_hover_color="#d6cbdf" button_border_hover_color="#652c90" button_link="https://business.facebook.com/events/739392102905824/" button_link_type="url" button_link_target="_blank" has_container="1" in_column=""]Viðburður á Facebook[/ce_button]