More selected projects

Áróður

Farvi 

farvi

Álfheimum 4
104 Reykjavík

Opnunarhóf
22.03 | 19:00 - 20:00

Opnunartímar
23.03 | 11:00 - 17:00
24.03 | 11:00 - 17:00
25.03 | 11:00 - 17:00
26.03 | 13:00 - 17:00

Farvi fékk í lið með sér 18 hönnuði til að hanna áróðursveggspjöld sem prentuð eru með risograph prenttækni. Öll veggspjöld eru 30x40 cm að stærð og prentuð í tveimur litum. 30 númeruð eintök voru prentuð af hverju veggspjaldi.

Með tilkomu nýrrar riso prentvélar hjá Farva þótti tilvalið að kalla til hóp áhugasamra hönnuða fyrir Hönnunarmars til að hanna veggspjald innan þeirrar takmarkana sem riso prentun setur. Sameiginlegt þema veggspjaldanna er ""áróður"", þau eru 30x40 cm að stærð og eru prentuð í tveimur litum hvert. 30 númeruð eintök voru prentuð af hverju veggspjaldi og eru þau til sölu á sýningunni. 

Risograph er umhverfisvæn og hagkvæm prentaðferð með eiturefnalausu bleki (soybased). Vélin virkar líkt og silkiprentun en er jafn hraðvirk og ljósritunarvél.

Riso prentun byggist á að yfirfæra myndverk á stensil. Litatromla er sett í riso vélina og stensillinn vefst utanum tromluna. Pappírinn færist svo flatur undir tromluna sem snýst og færir myndverkið á pappírinn. Einn litur er prentaður í einu. Ef nota á fleiri liti þarf að skipta út tromlu og pappírinn er settur aftur í gegn til að prenta annan lit yfir.

Riso prentun má staðsetja á milli silkiprentunar og offset lithography en með sínum eigin einkennum. Þessi prentaðferð er hins vegar mun hagkvæmari kostur í samanburði við þessar aðferðir fjölföldunar en með sömu fagurfræðilegu eiginleikum og fallegum litalögum.

[unex_ce_button id="content_jght3270f" button_text_color="#652c90" button_font="semibold" button_font_size="15px" button_width="auto" button_alignment="center" button_text_spacing="0px" button_bg_color="#ffffff" button_padding="10px 20px 10px 20px" button_border_width="1px" button_border_color="#652c90" button_border_radius="0px" button_text_hover_color="#652c90" button_text_spacing_hover="0px" button_bg_hover_color="#d6cbdf" button_border_hover_color="#652c90" button_link="https://www.facebook.com/events/1917734665124781/" button_link_type="url" button_link_target="_blank" has_container="1" in_column=""]Viðburður á Facebook[/ce_button]