More selected projects

Allt á hvolfi

Reykjavík Letterpress 

letterpress

Sýningarstaður
Reykjavík Letterpress
Fiskislóð 24
101 Reykjavík

Opnunartímar
24.03 | 15:00 - 20:00
25.03 | 11:00 - 17:00


 

Reykjavík Letterpress býður þér að líta inn í töfraheim letterpress prentunar. Lausaletrinu er raðað á hvolf, frá vinstri til hægri, eins og lög gera ráð fyrir. Komdu með góða stutta setning eða orð og við prentum það fyrir þig á pappír að eigin vali og þú færða að eiga afraksturinn.

Reykjavík Letterpress er hönnunarstofa í eigu grafísku hönnuðanna Hildar Sigurðardóttur og Ólafar Birnu Garðarsdóttur, stofnuð haustið 2010. Auk þess að bjóða upp á alhliða grafíska hönnun hefur stofan sérhæft sig í Letterpress prentun, aldargamalli prentaðferð með nútíma tvisti. Ástríða fyrir grafískri áferð og þeirri dýpt sem prentaðferðin gefur skilar sér í margskonar fallegum prentgripum svo sem nafnspjöldum, merkimiðum, boðskortum, glasamottum og svo lengi mætti telja. Einnig hanna þær og framleiða eigin vörulínu þar sem áhersla er lögð á gleði og leik í texta og grafík.

[unex_ce_button id="content_jght3270f" button_text_color="#652c90" button_font="semibold" button_font_size="15px" button_width="auto" button_alignment="center" button_text_spacing="0px" button_bg_color="#ffffff" button_padding="10px 20px 10px 20px" button_border_width="1px" button_border_color="#652c90" button_border_radius="0px" button_text_hover_color="#652c90" button_text_spacing_hover="0px" button_bg_hover_color="#d6cbdf" button_border_hover_color="#652c90" button_link="https://www.facebook.com/events/686807374833264/" button_link_type="url" button_link_target="_blank" has_container="1" in_column=""]Viðburður á Facebook[/ce_button]