Toppur_Nr2Toppur_Nr2

Sýnendur á HönnunarMars

Íslenskir hönnuðir bera uppi dagskrá HönnunarMars og eru þeir hvattir til að taka þátt og skrá viðburð sinn. Aðildarfélög Hönnunarmiðstöðvarinnar sjá flest um sameiginlega viðburði sem félagsmenn viðeigandi félags geta tekið þátt í.

Hönnuðir hittast

Hönnunarmiðstöðin stendur fyrir opnum fræðslu- og spjallfundum sjötta veturinn í röð og hefjast þeir haustið 2018. Fundirnir snúast að mestu leyti um HönnunarMars og sitthvað hagnýtt sem tengist þátttöku í hátíðinni.

Nánar um Hönnuðir hittast, hér.

Þátttökugjald

Skráningargjald fyrir sýnanda (hönnuð)

15.000.- kr. stakir sýnendur

7.500.- kr. félagsmenn aðildafélaga Hönnunarmiðstöðvar Íslands (50% afsláttur) 

Hver hönnuður og/eða hvert vörumerki sem stendur fyrir sýningu eða viðburði utan eigin sýningarstaðar (sjá skilgreiningu á sýningarstað hér fyrir neðan) t.d. í sal, hjá fyrirtæki eða með samtökum, greiðir þetta skráningargjald hvort sem viðkomandi sýnir einn eða með öðrum í samsýningu. 

Skráningargjald fyrir sýningarstaði og sýningar

39.000.- kr. sýningarstaðir og sýningar safna undir listrænni stjórn

19.500.- kr. sýningarstaðir í eigu félagsmanna aðildafélaga Hönnunarmiðstöðvar Íslands (50% afsláttur)

15.000.- kr. nemendasýningar 

Með sýningarstað er átt við fyrirtæki, söfn, stofnanir og samtök sem hýsa eigin sýningu eða sýningu/-ar annara. Með sýningu safna undir listrænni stjórn er átt við sýningar þar sem hönnuðir sýningarmuna taka ekki að eigin frumkvæði þátt í sýningunni, heldur er listrænn stjórnandi sem velur viðfangsefni og sýningarmuni. 

Með nemendasýningum er átt við sýningar nemahópa í hönnun eða arkitektúr á háskólastigi.

Verkefnastjórar aðildafélaganna

Arkitektafélag Íslands  
Aðalheiður Atladóttir

Textílfélagið 
Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir

Félag húsgagna og innanhússarkitekta 
Andrés Björnsson

Félag íslenskra landslagsarkitekta 
Berglind Guðmundsdóttir

Félag vöru- og iðnhönnuða 
Brynhildur Pálsdóttir

Félag íslenskra gullsmiða 
Olga Perla Nielsen

Félag íslenskra teiknara 
Iona Sjöfn Huntingdon-Williams

Fatahönnunarfélag Íslands 
Guðrún Sturludóttir

Leirlistafélag Íslands 
Eygló Benediktsdóttir