Toppur_Nr2Toppur_Nr2

Hvar sæki ég um þátttöku? 

Hér sækir þú um þátttöku á HönnunarMars. Við mælum þó með að þú lesir og meðtakir upplýsingarnar hér fyrir neðan áður en þú hefst handa.

Hvers vegna ætti ég að taka þátt? 

Það eru fjölmargar og nánast óteljandi góðar ástæður fyrir því að taka þátt á HönnunarMars. Lestu um nokkrar þeirra hér

Hverjir geta tekið þátt? 

 • hönnuðir, arkitektar, stúdíó og stofur
 • fyrirtæki sem byggja starfsemi sína á hönnun eða arkitektúr
 • fyrirtæki sem selja hönnun eða hannaðar vörur
 • menningarstofnanir, söfn og sýningarsalir sem standa fyrir eða hýsa sýningar eða viðburði.
 • menntastofnanir á svið hönnunar og arkitektúrs

Hvernig fer val sýninga / viðburða fram?  

Á HönnunarMars 2018 verður sú nýjung að 6 manna valnefnd* mun yfirfara umsóknir um þátttöku á HönnunarMars og velja sýningar og viðburði sem verða á dagskrá hátíðarinnar. Um 100 sýningar og viðburðir verða á dagskrá. Leiðarljós valnefndar er að móta fjölbreytta en skýra dagskrá sem byggir á faglegum, áhugaverðum og áhrifamiklum verkefnum sem höfða til ólíkra hópa.

Verkefnin verða flokkuð samkvæmt eftirfarandi áherslum:
a)  fagleg verkefni stýrð af listrænum stjórnanda og/eða í viðurkenndum sýningarsal.
b) 
 tilraunakennd og nýskapandi verkefni
c)  faglegar nýjungar og vörur
d)  opin hús eða vinnustofur
e)  málþing, erindi eða samtöl  

Ath! Gerð verður breyting á framsetningu kynningarefnis og valnefnd mun ákveða hvaða verkefnum verður gert hátt undir höfði í kynningarefni hátíðarinnar m.a. prentuðu riti HönnunarMars, á samfélagsmiðlum, í fréttabréfi og á vefsíðu. Allar sýningar/viðburðir umsækjenda verða teknar til greina við valið.
*Í valnefnd situr stjórn HönnunarMars, hátíðarstjóri, verkefnastjóri dagskrár og aðili skipaður af Listaháskóla Íslands.

Hvernig sæki ég um þátttöku?  

Ferlið er í tveim hlutum, fyrst þarf að sækja um þátttöku og þegar samþykki liggur fyrir þá þarf að skrá viðburðinn. Umsóknir eru aðeins teknar gildar í gegnum umsóknarferli HönnunarMars.

 1. Sendu inn hugmynd að sýningu/viðburði í gegnum umsóknarferli HönnunarMars hér. Opið er fyrir umsóknir frá 20. nóvember til 15. janúar
 2. Svar frá valnefnd berst í síðasta lagi 1. febrúar.
 3. Þeir sem fá samþykkta þátttöku á HönnunarMars fá úthlutað kynningarsvæði á honnunarmars.is. Opið verður fyrir skráningar kynningartexta og myndefnis sýningar 2. febrúar til og með 20. febrúar. 

 

Hvað þarf að koma fram í umsókninni?  

Í umsókn gerirðu grein fyrir hugmynd, markmiði og innihald sýningar / viðburðar og lýsir umgjörð, dagskrá og því sem gerir verkefnið sérstakt, áhugavert og faglegt. Í umsókninni skal fylgja rökstuðningur fyrir því hvers vegna sýningin/viðburðurinn á heima á HönnunarMars. Einnig er farið fram á aðrar praktískar upplýsingar. 
Umsækjendur eru hvattir til að senda umsóknir tímanlega því umsóknir verða yfirfarnar reglulega og svör um þátttöku send út a.m.k. tvisvar á tímabilinu.

 • Opið er fyrir umsóknir 20. nóvember til og með 15. janúar hér.
 • Svar frá valnefnd berst í síðasta lagi 1. febrúar

Umsókn samþykkt.
Hvað svo?  

Þegar umsókn þín hefur verið samþykkt færðu úthlutaðan sér vefaðgang á www.honnunarmars.is þar sem þú getur hlaðið inn texta og myndefni um sýninguna/viðburðinn. Dagskrársíða HönnunarMars er fjölsótt enda er hún vettvangur gesta hátíðarinnar til að sækja sér upplýsingar um hvað er á döfinni.

Þátttakendur opna aðgang almennings að sinni sýningu/viðburði á heimasíðu HönnunarMars sjálfir. Hægt verður að skrá viðburð/sýningu um leið og samþykki fyrir þátttöku hefur fengist. Við mælum með að klára síðuna sem fyrst. Því fyrr sem upplýsingar eru tilbúnar á vefsíðu því fyrr geta starfsmenn Hönnunarmiðstöðvar byrjað að kynna viðburðinn fyrir fjölmiðlum.  

 • Svar frá valnefnd berst í síðasta lagi 1. febrúar.
 • Opið verður fyrir skráningar kynningartexta og myndefnis sýningar á hönnunarmars.is 2. febrúar til og með 20. febrúar.

 

Útvegar HönnunarMars sýningarstað?  

Sýnendur bera sjálfir ábyrgð á að finna sér sýningarstað fyrir sýningar og viðburði.

Stendur félagið mitt fyrir samsýningu á HönnunarMars? 

Aðildarfélög Hönnunarmiðstöðvar Íslands standa sum fyrir samsýningum á hátíðinni. Frekari upplýsingar veita verkefnastjórar og/eða formenn félaganna: Arkitektafélag Íslands  Aðalheiður Atladóttir / Textílfélagið Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir / Félag húsgagna og innanhússarkitekta Andrés Björnsson / Félag íslenskra landslagsarkitekta Berglind Guðmundsdóttir / Félag vöru- og iðnhönnuða Brynhildur Pálsdóttir / Félag íslenskra gullsmiða Olga Perla Nielsen / Félag íslenskra teiknara Iona Sjöfn Huntingdon-Williams / Fatahönnunarfélag Íslands Guðrún Sturludóttir / Leirlistafélag Íslands Eygló Benediktsdóttir

Hvað kostar að taka þátt?

Skráningargjald - sýnendur /hönnuðir

15.000 kr. stakir sýnendur
7.500 kr.   félagsmenn aðildafélaga Hönnunarmiðstöðvar Íslands (50% afsláttur) 

Hver hönnuður og/eða hvert vörumerki sem stendur fyrir sýningu eða viðburði utan eigin sýningarstaðar (sjá skilgreiningu á sýningarstað hér fyrir neðan) t.d. í sal, hjá fyrirtæki eða með samtökum, greiðir þetta skráningargjald hvort sem viðkomandi sýnir einn eða með öðrum í samsýningu. 

Skráningargjald - sýningarstaðir og sýningar undir listrænni stjórn

39.000 kr. sýningarstaðir og sýningar safna undir listrænni stjórn
19.500 kr. sýningarstaðir í eigu félagsmanna aðildafélaga Hönnunarmiðstöðvar Íslands (50% afsláttur)

Með sýningarstað er átt við fyrirtæki, söfn, stofnanir og samtök sem hýsa eigin sýningu eða sýningu/-ar annara. Með sýningu safna undir listrænni stjórn er átt við sýningar þar sem hönnuðir sýningarmuna taka ekki að eigin frumkvæði þátt í sýningunni, heldur er listrænn stjórnandi sem velur viðfangsefni og sýningarmuni. 

Skráningargjald - nemendasýningar 

15.000 kr. nemendasýningar 
Með nemendasýningum er átt við sýningar nemahópa í hönnun eða arkitektúr á háskólastigi.

Hvað er DesignMatch og hvernig tek ég þátt?

Á DesignMatch mæta íslenskir hönnuðir erlendum kaupendum og framleiðendum á kaupstefnu. Þar gefst hönnuðum tækifæri á beinum samskiptum við aðila sem annars getur reynst erfitt að ná til. Á kaupstefnunni kynna hönnuðir sjálfa sig og verk sýn, bæði ný og eldri. Allar frekari upplýsingar um DesginMatch og umsóknir má sjá hér

Hvar fæ ég frekari upplýsingar?

Hönnunarmiðstöð Íslands stendur fyrir opnum fræðslu- og spjallfundum sjötta veturinn í röð og hefjast þeir í nóvember 2017. Fundirnir snúast að mestu leyti um HönnunarMars og sitthvað hagnýtt sem tengist þátttöku í hátíðinni. Starfsfólk hátíðarinnar veitir einnig upplýsingar á elin@honnunarmars.is og í s. 7712200.

Hvaða dagsetningar þarf ég að muna?

20. nóvember   opið fyrir umsóknir - HönnunarMars
7. janúar           opið fyrir umsóknir - DesignMatch
15. janúar         lokað fyrir umsóknir - HönnunarMars
1. febrúar          lokað fyrir umsóknir - DesignMatch
15. mars            HönnunarMars hefst og DesignTalks fyrirlestrardagur í Hörpu
16. mars            DesignMatch fer fram