DesignTalks_HeroGIFDesignTalks_HeroGIF

DesignTalks | Silfurberg, Harpa
15.03.2018

Framúrskarandi arkitektar og hönnuðir víðsvegar að úr heiminum veita innblástur á DesignTalks. Viðburðurinn markar upphaf HönnunarMars, uppskeruhátíð hönnuða og arkitekta en hátíðin fagnar 10 ára afmæli 2018.

Við stöndum á tímamótum og horfum af því tilefni til framtíðar með augum skapandi brautryðjanda nútímans! Við fögnum framfaramætti hönnunar til áhrifa á flestum sviðum samfélagsins í fylgd með fyrirlesurum sem, með skapandi nálgun, kljást við viðfangsefni samtímans. DesignTalks er einstakur viðburður sem áhugafólk um nýjustu strauma og stefnur í hönnun og arkitektúr lætur ekki framhjá sér fara. Fyrirlestradeginum er ætlað að veita áhrifafólki í viðskiptum, stjórnvöldum, almenningi og hönnuðum innblástur til samstarfs og framfara. 

DesignTalks hefur vaxið og dafnað í gegnum árin og hefur verið haldinn fyrir húsfylli í Silfurbergi síðustu ár. Hönnuðir, hugmyndafólk og arkitektar úr fremstu línu hafa tekið til máls á deginum og má þar nefna Bjarke Ingels hjá BIG, Winy Maas, Studio Swine, Calvin Klein, Eley Kishimoto, Jessica Walsh hjá Sagmeister & Walsh, Marti Guixé, Studio Swine, Anthony Dunne hjá Dunne & Raby, Marije Vogelzang, Paul Bennett hjá IDEO, Robert Wang hjá Google Cre­ative Lab auk fjölda annara frábærra fyrirlesara. DesignTalks viðburðurinn er skipulagður af Hönnunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Arion banka og Reykjavíkurborg.

Morgunkaffi frá Kaffitári er innifalið í miðaverði. Hægt er að kaupa miða hér.

 

Dagskrá DesignTalks 2018

Listrænn stjórnandi DesignTalks 2018 er Hlín Helga Guðlaugsdóttir, hönnuður, ráðgjafi og framtíðarrýnir. Hlín leiðir einnig dagskrá dagsins í samvinnu við Paul Bennett hönnunarstjóra IDEO, eins framsæknasta hönnunarfyritækis heims. Fyrirlesarar dagsins verða kynntir í byrjun árs 2018.

 

  • gallery-image

Hlín Helga Guðlaugsdóttir
Listrænn stjórnandi DesignTalks

Hlin Helga er hönnuður og ráðgjafi í design thinking hjá Capacent. Hún hefur verið sjálfstætt starfandi hönnuður og sýningastjóri síðasta áratug auk þess að fást við kennslu og rannsóknir í háskólum víða um heim. Hlín Helga hefur sérhæft sig í upplifunarhönnun og samfélagsmiðaðri hönnun sem og þverfaglegu hönnunarleiddu samstarfi til nýsköpunar og framþróunar og hefur verið sýningastjóri fjölda viðburða og sýninga innanlands og utan. Hlín er einnig fellow hjá hugveitunni W.I.R.E.

  • gallery-image
  • gallery-image

Paul Bennett — IDEO

Paul Bennett er Chief Creative Officer hjá IDEO starfar hjá hönnunarfyrirtæki sem hvetur hönnunarsamfélagið til að takast á við verkefni sem geta kunna að gagnast samfélaginu öllu. Ekkert viðfangsefni er því óviðkomandi; menntun, samgöngur og jafnvel endurskilgreining öldrunar eins og sjá má í nýlegu verkefni hans, The Powerful Now. Paul er eftirsóttur hönnuður og þaulreyndur fyrirlesari á alþjóðavettvangi. Skrif hans birtast reglulega í fjölmiðlum á borð við the Financial Times, The Wall Street Journal, BBC, Harvard Business Review og The Guardian. Paul Bennett mun stýra DesignTalks 2017 í samstarfi við Hlín Helgu Guðlaugsdóttur. 
@pbennett101

IDEO

DesignTalks er skipulagður af Hönnunarmiðstöð Íslands með stuðningi frá Arion banka og Reykjavíkurborg.