DM_02_heroDM_02_hero

16.03.2018

Á DesignMatch mæta íslenskir hönnuðir erlendum kaupendum og framleiðendum á kaupstefnu.

Þar gefst hönnuðum tækifæri á beinum samskiptum við aðila sem annars getur reynst erfitt að ná til. Á kaupstefnunni kynna hönnuðir sjálfa sig og verk sýn, bæði ný og eldri. Markmiðið er að veita íslenskri hönnun brautargengi og stækka starfsumhverfi hönnuða. Samtal hönnuðar og kaupanda á deginum er upphaf að mikilvægum tengslum sem með áframhaldandi vinnu og viðhaldi getur þróast í dýrmætt samstarf.

Hvernig sæki ég um þátttöku?

Hægt verður að sækja um þátttöku á DesignMatch í byrjun árs 2018 með því að senda okkur portfolio.

Við mælum með að þú kynnir nokkur af þínum fyrri verkum og/eða ný verk svo að kaupandinn fái skýra mynd af þér sem hönnuði og hvað þú leggur áherslu á í verkum þínum.

Taka skal fram stöðu verkefnisins, t.d. hvort það sé tilbúið í framleiðslu, á hugmyndastigi, frumgerð (prótótýpa) sé til o.s.frv.

Umsóknarfrestur fyrir DesignMatch er til 6. febrúar 2018 og mikilvægt er að allar upplýsingar séu á ensku.

Hvað á að senda?

Þú sendir eitt pdf. skjal á ensku og hámarkslengdin er 5 A4 síður. Nafn þitt (eða fyrirtæki ef við á) skal koma fram og hvernig hægt er að hafa samband við þig.

Kaupendur og blaðamenn fá kynningarefnið sent og velja þá hönnuði sem þeir hafa áhuga á að taka viðtal við þegar þeir koma til Íslands. Tekið skal fram í póstinum hvaða fyrirtæki sótt er um viðtal við ef eingöngu er óskað eftir að hitta ákveðinn kaupanda..

Gott að vita

Undirbúðu þig fyrir fundinn – hafðu það á hreinu hvað þú vilt tala um. Kynntu þér fyrirtækið svo þú þekkir áherslur þess. 

Á fundardaginn
Fundirnir byrja kl. 9 um morguninn í Arion banka, Borgartúni 19. Hver þátttakandi fær 20 mínútna fund í fundarherbergi. Það er gott að koma með sýnishorn, video eða annað kynningarefni sem þarf til að kynna verkin og hugmyndir þínar frekar. Ekki gleyma viðskiptakorti.

Eftir daginn
Vertu í sambandi við fyrirtækið/in. Að fínpússa samstarf tekur tíma og DesignMatch kaupstefnan er bara fyrsta skrefið.

“The most unique fair I’ve ever been to.
Can’t wait to go again“

Annetta Kristjansdóttir
Monoqi

“The worst possible weather could not stop the creativity and the great passion for the good looking future in Iceland“

Anders Englund
Offecct

Fyrrverandi þátttakendur DesignMatch

Dagurinn er skipulagður af Hönnunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Arion banka.